Ég elska hann, meira en allt annað í heiminum, ég og hann erum gott hann gerir mig að betri manneskju og ég vill vera með honum þar til ég dey. Ég elska hann. Hann er minn og ég er meira en hans, ég er hann, ég er bara annar útlimur á honum, ég anda og lifi fyrir hann af því að hann er eitthvað sem fyllir lífið ljósi. Ég mun giftast honum af hjarta, huga, sál og líkama. Þegar ég hugsa um það að hann einn mun njóta mín eins og hann vill það sem eftir er af ævi minni þá langar mig að gráta af gleði og dansa og syngja. Hann lætur hjartað mitt slá og lungun mín sjúga lífið úr loftinu, hann hreyfir útlimi mína og kemur hljóðinu út úr hálsinum mínum. Hann lætur mig fljúga út úr líkama mínum og snerta himininn og sleikja sólina og mánann. Það er ekkert ef hann er ekki. Ég elska lífið vegna þess að ég elska hann. Það eru ekki til orð til að lýsa því sem brýst um innan í mér. Ég vill skapa fallega hluti og hugmyndir fyrir hann og ég vill bara bráðna og verða hluti af honum. Ég elska Kristján Hans og ekkert í heiminum mun fylla hjartað mitt eins og hann. Ég er vegna hans.
~Spookyo_O betrothed.
No comments:
Post a Comment